Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur lagt til að sett verði upp upplýsingaskilti fyrir ferðafólk miðsvæðis á Siglufirði og Ólafsfirði.

Á skiltunum verður annarsvegar bæjarkort með upplýsingum um þjónustu í bænum s.s. gistingu, veitingar, afþreyingu, heilsugæslu o.fl. og hinsvegar verði yfirlitskort af firðinum með merktum göngu- og útivistarmöguleikum. Jafnframt er lagt til að skoðað verði að setja upp sérstakt auglýsingaskilti þar sem þjónustuaðilar gætu keypt sér auglýsingarými.

Nefndin hefur að lokum vísað erindinu til bæjarráðs til frekari afgreiðslu.