Nýtt ungmennaráð er tekið til starfa í Fjallabyggð fyrir veturinn 2025-2026. Um er að ræða fjóra nemendur frá MTR og átta nemendur frá Grunnskóla Fjallabyggðar úr 9.-10. bekk skólans. Hanna Valdís Hólmarsdóttir frá MTR er formaður ráðsins. Á fyrsta fundi ráðsins var lögð fram ósk um hvort hægt væri að hafa lengur kveikt ljósin við sparkvellina í Fjallabyggð.
Í ungmennaráðinu eru nú:

Fyrir MTR:
Aðalmenn: Hanna Valdís Hólmarsdóttir og Jason Karl Friðriksson
Varamenn: Auður Guðbjörg Gautadóttir og Haukur Rúnarsson

Fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar:
10. bekk: Aðalmenn: Hilmir Darri Kristinsson og Jana Katrín Merenda

Varamenn: Hólmfríður Dögg Magnúsdóttir og Elís Beck Kristófersson

9. bekk Aðalmenn: Björn Helgi Ingimarsson og Jasmín Þóra Harrimache
Varamenn: Chatwarong Chamket og Katla Margrét Ólafsdóttir