B og G tours er nýtt rútufyrirtæki í Fjallabyggð og bjóða þau upp á allan almennan farþegaflutning auk þess að bjóða uppa bíla sem taka hjólastóla. Fyrirtækið er með núna tvo bíla, einn 16 manna og einn jeppa og getur útvegaði stærri rútur sé óskað eftir því. Hægt er að panta lengri túra, dagstúra og skutlþjónustu. Fyrirtækið býður upp á óvissuferðir og er tilbúið að þjónusta hótel og skemmtiferðaskip og alla þá sem þurfa á slíkri þjónustu að halda.

Framkvæmdarstjóri B og G tours er Guðrún Guðmundsdóttir og bílstjóri er Björn Sigurðsson. Hægt er að panta þjónustu hjá þeim í síma 666-4040.

Björn sagði í samtali við fréttamann síðunnar að fyrirtækið væri tilbúið að taka að sér verk í kringum Sjómannadagshelgina 3.-5. júní í Fjallabyggð.

HP
HP