Nýtt fjölskyldurekið kaffihús mun opna á næstu dögum á Siglufirði, en það eru hjónin Hrólfur og Ólöf ásamt dætrum sem ætla taka slaginn í sumar og reyna halda úti kaffihúsarekstri í húsakynnum rakarans á Suðurgötunni. Salurinn er vel þekktur en þar var áður leikhúsið rekið en hefur síðustu ár verið rekin krá. Opið verður frá miðvikudegi til laugardags frá kl. 14:00-18:00, til að byrja með.  Í boði verða belgískar vöfflur og kúluís, panini, kaffi og fleiri veitingar. Þá verður einnig hægt að kaupa sér kaldan á krana og aðrar veigar bakvið borðið.

Kaffihúsið gæti opnað á næstu dögum en verið er að panta vörur fyrir opnunardaginn. Hrólfur segir að þau ætli að prufa og sjá hvernig þetta gangi og kemur alveg til greina að breyta opnunartímanum ef það hentar.

Stefnan er að hafa þetta lítið fjölskyldukaffi hús með rólega stemningu. Það er því hægt að mæta í klippingu hjá Hrólfi og fá sér vöfflu, ís og kaffi í eftirrétt.

Þetta var fyrst opinberað í hlaðvarpinu Á tæpasta vaði, sem tekið var upp á kaffihúsinu.