Akureyrarbær hefur ákveðið að hefja undirbúning að byggingu kaffihúss í Lystigarði Akureyrar. Samið hefur verið við 1912 Veitingar um leigu á húsnæðinu og er stefnt að opnun þess á 100 ára afmæli garðsins sumarið 2012. Kollgáta ehf. mun sjá um arkitektahönnun hússins og er stefnt að útboði í verkið í október 2011.

Eftirfarandi tilboð bárust í arkitektahönnun:

AVH ehf kr. 3.298.000
Arkitektur.is kr. 4.597.768
Breyta arkitektar kr. 5.271.000
Kollgáta ehf kr. 2.408.922