Pílufélag Fjallabyggðar var formlega stofnað í lok ágúst í sumar. Nokkur mót hafa síðan verið haldin í félagsheimilinu, sem er í húsnæði Ísfells í Ólafsfirði við Pálsbergsgötu 1.  Formaður stjórnar er Ingimundur Loftsson, en hann hefur verið búsettur í 25 ár í Ólafsfirði, og er sjómaður á Sólbergi ÓF-1.

Nú þegar eru 26 félagar skráðir, sem eru á öllum aldri.  Þá er yngsti iðkandinn 8 ára gamall. Tvær konur eru einnig skráðar og eru fleiri konur hvattar til að kíkja við og prufa. Opin kvöld félagsins eru mánudaga og fimmtudaga frá kl. 19:30-21:30.

Formaðurinn segir félagið stefna að því að gerast aðilarfélag UÍF, Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar.

Félagsgjaldið frá hausti og fram á vor er 15.000 kr. Innifalið í gjaldinu er aðgangur að opnum kvöldum félagsins. Þeir sem ekki eru félagsmenn greiða 2000 kr. fyrir stök skipti.

 

Stjórn Pílufélags Fjallabyggðar:

Formaður: Ingimundur Loftsson
Gjaldkeri: Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson
Meðstjórnandi: Halldór Ingvar Guðmundsson
Meðstjórnandi: Jóhann Þór Elísson
Meðstjórnandi: Viktor Freyr Elísson