Nýjar túnþökur hafa nú verið lagðar yfir uppgert tjaldsvæði í miðbæ Siglufjarðar en fyrir nokkrum vikum var allt svæðið drenað og endurgert. Fyrstu tjaldgestir hafa þegar gist á nýja grasinu en svæðið hefur nýlega verið opnað. Þá hafa verið gestir síðustu daga á Stóra-Bola en það er ytra tjaldsvæðið á Siglufirði með fallegu útsýni yfir fjörðinn.
Velkomin til Fjallabyggðar í sumar.
Myndirnar eru teknar af Guðmundi Inga Bjarnasyni, tjaldverði í Fjallabyggð. Hann tekur vel á móti gestum þar í sumar.