Veitingastaðurinn North hefur opnað á Siglufirði. Veitingastaðurinn er á Gistiheimilinu Tröllaskaga, Lækjargötu 10. M.a. verður boðið upp á Hrefnusteik, steikta Lifur, reykta Nautatungu og Pizzur. Þetta verður eflaust góð viðbót við aðra veitingastaði á Siglufirði, en þeim hefur farið fjölgandi síðustu árin.