Nýlega auglýsti Eining-Iðja að laust væri til umsóknar starf þjónustufulltrúa á skrifstofu félagsins í Fjallabyggð og bárust átta umsóknir um starfið.

Fjórum umsækjendur voru boðaðir í viðtöl. Þórey Sigurjónsdóttir var að þeim loknum ráðin í starfið og mun hún hefja störf 15. júní nk.