Nýr stýrihópur um Heilsueflandi samfélag í Fjallabyggð hefur tekið til starfa og mun hópurinn starfa næstu fjögur árin. Fimm fulltrúar auk fjögurra varamanna eru í hópnum. Hópurinn mun hittast 6-8 sinnum á ári og funda á Siglufirði og í Ólafsfirði til skiptis. Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 15. nóvember 2022 í Ólafsvegi 4.
Í stýrihópi um Heilsueflandi samfélag sitja fyrir tímabilið 2022-2026 eftirfarandi fulltrúar:

Fyrir leik- og grunnskóla:
Aðalmaður: María Bjarney Leifsdóttir.
Varamaður: Björk Óladóttir.

Fyrir heilsugæslu:
Aðalmaður: Guðrún Helga Kjartansdóttir.
Varamaður: Dagný Sif Stefánsdóttir.

Fyrir félög eldri borgara:
Aðalmaður: Ingvar Guðmundsson.
Varamaður: Björn Kjartansson.

Fyrir íþróttahreyfinguna (UÍF):
Aðalmaður: Arnheiður Jónsdóttir.
Varamaður: Anna Þórisdóttir

Fyrir Fjallabyggð:
Ríkey Sigurbjörnsdóttir.