Nýr pizzastaður opnaði á Siglufirði í dag í húsnæði Aðalbakarís við Aðalgötu 26. Fyrirtækið ber nafnið Pizzabakarinn og deilir húsnæði með Aðalbakaríinu. Pizzastaðurinn opnar í dag kl. 18:00 og eru rjúkandi heit opnunartilboð. Hægt er að setjast inn í salinn eða sækja pizzur. Pizzurnar á matseðli eru 12″ á stærð og og er barnapizzan 10″ á stærð.  Allar pizzur eru með súrdeigsbotni. Margarita og Hvítlauksbrauð á matseðli kosta til dæmis 2200 kr og barnapizzan kostar 1800 kr.

Staðurinn verður opinn frá 10. apríl til 20. apríl en lokað á annan dag páska samkvæmt tilkynningu sem birt var í dag. Nánari opnunartímar sumarsins verða auglýstir síðar.

Frábær viðbót við veitinga flóruna í Fjallabyggð.

Aðalbakaríið verður áfram á sama stað, en á kvöldin tekur Pizzabakarinn við.