Veitinga- og skemmtistaðurinn Höllin í Ólafsfirði hefur opnað nýjan pílusal þar sem hægt er að keppa og spreyta sig í íþróttinni við góðar aðstæður. Frítt er að taka þátt og er hægt að panta spjald fyrirfram. Þetta er frábær viðbót við afþreyingu á svæðinu og á án efa eftir að verða vinsælt. Fyrstu mótin hafa þegar verið haldin.