Nýir eigendur Kaffi Klöru í Ólafsfirði hafa kynnt nýjan matseðil. Fókusinn er á létta rétti eins og kjúklingasalat, súpu dagsins, panini og samlokur og fjölbreytta platta. Einnig eru grænmetisréttir í boði. Súpa daginss er á 2650 kr. Kjúklingasalat er á 3450 kr. Einnig er hægt að fá te,kaffi og áfengi á staðnum.
Heimasíðan hefur einnig fengið andlitslyftingu eins og gistiheimilið á efri hæð hússins. Í byrjun árs voru herbergin tekin í gegn, en þau eru 5, þar af eitt fjölskylduherbergi og eitt einstaklingsherbergi. Sameiginleg baðherbergi eru fyrir gistinguna.
Á bókunarsíðunni kemur fram að einstaklingsherbergi kosti aðeins 15.800 kr. og tveggja manna herbergi 21.200, þriggja manna herbergið er á 25.500 kr. Stóra fjölskylduherbergið kostar 29.800 kr.
Á heimasíðunni kemur fram að morgunmatur sé innifalið í verði herbergjanna.
Þetta er klárlega gistiheimili og veitingastaður sem vert er að skoða í sumar á hringferðinni.