Í gær var skrifað undir nýjan kjarasamning milli Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Öll aðildarfélög SGS, 18 talsins, eiga aðild að samningnum. Samningurinn gildir í 6 mánuði, frá 1. október 2023 til 31. mars 2024, en fyrri samningur milli aðila rennur út þann 30. september næstkomandi.
Upplýsingasíða SGS um nýja samninginn
Í næstu viku býður Eining-Iðja upp á fjóra kynningarfundi um nýja samninginn, á Akureyri, Dalvík, Fjallabyggð og Grenivík.
Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning hófst dag og mun ljúka kl. 9:00 þriðjudaginn 26. september 2023.
Nýr samningur veitir kjarabætur fyrir einstök starfsheiti á leikskólum og í heimaþjónustu frá 1. október ásamt því að samið var um sérstakar launauppbætur á lægstu launaflokka 117-130 sem verða greiddar afturvirkt frá 1. apríl. Ný launatafla með starfaröðun upp í launaflokk 200 mun taka gildi frá 1. október, en hækkanir til SGS-félaga eru þegar komnar inn í töfluna frá 1. janúar 2023. Desemberuppbót hækkar og verður kr. 131.000. Í samninginn eru færðar ýmsar breytingar sem unnið hefur verið að í samstarfsnefnd á árinu og eru þegar komnar til framkvæmda. T.a.m. voru gerðar breytingar á vaktahvatanum sem ætlað er að tryggja jafnari vaktahvata til handa þeim hópi sem er með mestan fjölda og fjölbreytileika vakta á hverju launatímabili.
Fjórir kynningarfundir um nýja samninginn
Mánudagur 18. september
- Fjallabyggð kl. 17:30 á skrifstofu félagsins Eyrargötu 24b
- Dalvík kl. 20:00 í Mímisbrunni
Þriðjudagur 19. september
- Akureyri kl. 17:00 á 4. hæð Alþýðuhússins
- Grenivík kl. 19:30 á Kontornum