Hyggst kveðja Bessastaði
Ólafur Ragnar Grímsson gaf í skyn að hann gæfi ekki kost á sér til embættis forseta Íslands þegar yfirstandandi kjörtímabili hans lýkur í sumar.
Ólafur þakkaði landsmönnum samfylgdina á liðnum árum og sagði önnur verkefni bíða sín, sem hann og fjölskylda sín hlakkaði til að takast á við.
Að dómi margra eru tímarnir hins vegar markaðir verulegri óvissu og er þá einkum vísað til stöðu stofnana og samtaka á vettvangi þjóðmálanna, að stjórnarskráin hafi verið sett í deiglu breytinga, fullveldi Íslands orðið dagskrárefni vegna viðræðna við Evrópuríki og áríðandi sé að málstaður þjóðarinnar birtist skýrt í alþjóðlegri umfjöllun.
Á grundvelli þessa er svo höfðað til skyldurækni forsetans, trúnaðarins sem fólkið í landinu hefur sýnt mér. Vissulega hef ég á nýliðnum vetrardögum íhugað vandlega þessi sjónarmið.
Niðurstaðan kann að hljóma sem þversögn en er engu að síður sú að aðstæður þjóðarinnar séu þess eðlis að ég geti fremur orðið að liði ef val á verkefnum verður eingöngu háð mínum eigin vilja, óbundið af þeim skorðum sem embætti forsetans setur jafnan orðum og athöfnum.
Lesa má ávarp forsetans hér.