Bæjarstjórn Fjallabyggðar fundaði í dag var tekin fyrir ósk Magnúsar S. Jónassonar Oddvita Fjallabyggðalistans um lausn frá störfum, en hann var í ýmsum nefndum og forseti bæjarstjórnar. Bæjarstjórn samþykkti ósk Magnúsar og skipaði Ríkharð Hólm Sigurðsson sem næsta forseta bæjarstjórnar Fjallabyggðar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar þakkaði Magnúsi samstarfið og óskar honum velfarnaðar.

Kosið var í eftirfarandi trúnaðarstöður:

 • a) Bæjarráð.
  Samþykkt var samhljóða tillaga um Ríkharð Hólm Sigurðsson sem varamann í bæjarráði.
 • b) Landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga.
  Samþykkt var samhljóða tillaga um Kristinn Kristjánsson sem aðalmann á landsþing SÍS og Ríkharð Hólm Sigurðsson til vara.
 • c) Fulltrúaráð Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands.
  Samþykkt var samhljóða tillaga um Ríkharð Hólm Sigurðsson sem aðalmann í fulltrúaráð EBÍ.
 • d) Aðalfundur Eyþings.
  Samþykkt var samhljóða tillaga um Kristinn Kristjánsson sem varamann á aðalfund Eyþings.
 • e) Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.
  Samþykkt var samhljóða tillaga um Kristinn Kristjánsson sem aðalmann á aðalfund AFE og Ríkharð Hólm Sigurðsson til vara.
 • f) Stjórn Síldarminjasafns Íslands ses.
  Samþykkt var samhljóða tillaga um Arndísi Erlu Jónsdóttur sem varamann í stjórn Síldarminjasafns Íslands ses.
 • g) Forseti bæjarstjórnar
  Samþykkt var samhljóða tillaga um Ríkharð Hólm Sigurðsson sem forseta bæjarstjórnar.