KF hefur fengið til sín sænska leikmanninn Benjamin Omerovic. Hann er sagður vera 28 ára gamall og 190 á hæð og er vinstri fótar maður. Hans aðalstaða er í miðju varnarinnar, hann getur líka verið á miðjunni samkvæmt upplýsingum frá KF.

Hann hefur leikið fyrir norska liðið Hönefoss, sænska liðið Assyriska IK og Nyköbing. Hann lék 16 leiki í sænsku 1. deildinni á síðasta ári og skoraði eitt mark.

Hann hefur skrifað undir samning út tímabilið hjá KF og kemur vonandi til með að styrkja liðið.