Björgunarbáturinn Sigurvin er væntanlegur n.k. laugardag til Siglufjarðar en hann er núna staddur í Reykjavík. Sigurvin mun sigla til heimahafnar og koma inn fjörðinn kl. 13:45. Móttaka verður við smábátahöfnina og verður hægt að skoða skipið í framhaldinu.

Kaffiveitingar verða á Rauðku.

Héðinsfjörður.is gerði sér ferð til að sjá skipið um liðna helgi þegar fréttist að það lægi nálægt Slippnum í miðbæ Reykjavíkur.