Nú er unnið að gerð tveggja strandblakvalla í keppnisstærð í Kjarnaskógi við Akureyri. Áætlað er að þeir verði tilbúnir til notkunar um næstu mánaðamót eða fyrir verslunarmannahelgi.

Þar er líka verið að ljúka við að gera nýjan þriggja kílómetra langan gönguslóða í Krossanesborgum og í framhaldinu verða merkingar á svæðinu bættar.