Nýverið tóku nýir eigendur við Gistiheimilinu Tröllaskaga á Siglufirði, einnig nefnt North Hotels og er að Lækjargötu 10 á Siglufirði. Víkingur Trausti Traustason er Norðlendingur og nýr eigandi á samt konu sinni að Gistiheimilinu Tröllaskaga.  Hann var áður annar eigenda af Veitingastofunni Þorpinu á Patreksfirði.  Víkingur Trausti er vel þekktur sem kraftlyftingamaður og keppti á árum áður með Jóni Páli Sigmarssyni.

Herbergin á Gistiheimilinu Tröllaskaga hafa þá sérstöðu að engin tvö herbergi eru eins og gefur það Gistiheimilinu ákveðin sjarma.  Það eru baðherbergi og sturtur á göngum á hverri hæð. Þá eru 6 tveggja manna herbergi á 1 hæðinni.  Á annari hæðinni eru 5 tveggja manna herbergi, hjónaherbergi (lúxus herbergi) og 2 eins manns herbergi.  Á þriðju hæðinni eru svo 5 eins manns herbergi og 5 tveggja manna herbergi.  Öll herbergin eru mjög rúmgóð og veita góða stund í húsi með mikla sál.