Ísorka hefur opnað nýja hleðslustöð við Olís á Dalvík, en lengi hefur verið skortur á slíkum stöðvum í Dalvíkurbyggð.

Fyrirtækið Ísorka sá um uppsetningu og rekstur á hleðslustöðinni í samstarfi við Olís. Hleðslustöðin er af tegundinni 150Kw Alpitronic Hypercharger en hún hefur 2x CCS tengi og geta því tveir bílar hlaðið í einu, stöðin er með báðar tegundir af hraðhleðslutengjum og geta því allir rafbílar hlaðið á stöðinni.