Verið er að leggja nýja frisbígolfbraut við Tjaldsvæði Fjallabyggðar í Ólafsfirði. Brautin liggur við tjaldsvæðið og fyrir ofan það í átt að menningarhúsinu Tjarnarborg. Brautin á eftir að verða vinsæl í sumar á góðviðrisdögum fyrir gesti og gangandi í Fjallabyggð.
Óhætt er að prófa völlinn, svo fremi sem ekki sé verið að vinna í honum. Ennþá á eftir að setja upp nokkrar körfur, merkja brautir og setja upp vallarskilti og fleira. Gestir geta vænst þess að völlurinn verði að fullu tilbúin með níu brautum í sumar og verður opnun hans auglýst.
Það var Guðmundur Ingi Bjarnason tjaldvörður í Fjallabyggð sem tók þessar myndir og sendi til okkar. Erindið var fyrst tekið fyrir í bæjaráði Fjallabyggðar í nóvember 2020 en þá var samþykkt að setja 3 milljónir króna í verkefnið í báðum bæjarkjörnum sveitarfélagsins.
Það var Íslenska frisbígolfsambandið sem sendi upphaflega erindi til Fjallabyggðar en deildarstjóri menningarmála og tæknideildar skrifuðu umsögn um málið og kynntu að frisbígolfvellir væru góð viðbót á útivist og hreyfingu fyrir alla aldurshópa og falla vel að markmiðum heilsueflandi samfélags.