Fjallabyggð er nú að setja upp veglega aparólu við Íþróttahúsið í Ólafsfirði, skammt frá tjaldsvæði og sundlauginni.  Þetta mun klárlega verða vinsælt og styrkja svæðið í ferðaþjónustunni og auðvitað gleðja börnin á svæðinu. Næg afþreying er núna á svæðinu, eins og ærslabelgurinn, mini-golf og útigrillið.

Uppsetningin tekur væntanlega daga eða vikur en vinna við þetta hófst í gær.

Ljósmyndir tók Guðmundur Ingi Bjarnason og eru honum færðar bestu þakkir fyrir aðsendar myndir.