Nú þegar hafa nokkrir leikir farið fram á Norðurlandsmótinu í knattspyrnu karla en mótið heitir Hleðslumótið í ár. Leikið er í Íþróttahúsinu Boganum á Akureyri.

Dalvík/Reynir saltaði gjörsamalega ungt lið KA-2 í gær og endaði leikurinn 5-0. Í hálfleik var staðan 3-0 og sigurinn aldrei í hættu en liðin leika í A-riðlinum.

KA2 0 – 5 Dalvík/Reynir
1-0 (´34) Bessi Víðisson
2-0 (´43) Viktor Jónasson
3-0 (´45) Hermann Albertsson
4-0 (´68) Gunnar Már Magnússon
5-0 (´75) Bessi Víðisson

Í B-riðli áttust við KA og Magni frá Grenivík. KA vann leikinn nokkuð örugglega og urðu lokatölur 3-0 fyrir KA-menn. Staðan var 1-0 í hálfleik en KA bætti við tveimur mörkum í síðari hálfleik. KA-menn fengu víti í upphafi síðari hálfleiks en nýttu það ekki og fór skot Hallgríms í slánna.

KA 3 – 0 Magni
1-0 Jóhann Örn Sigurjónsson (’14)
2-0 Jóhann Örn Sigurjónsson (’57)
3-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson (’70)

Í A-riðli áttust við Þór og Völsungur frá Húsavík. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað og var leikur inn jafn. Rétt fyrir leikhél skoruðu Þórsarar og var því staðan 1-0 í hálfleik.  Seinni hálfleikur fór fjörlega af stað og sóttu Þórsarar mikið en það voru Völsungar sem skoruðu á 49 mínútu og jöfnuðu leikinn 1-1. En Þórsarar  voru sterkari og bættu við þremur mörkum og endaði leikurinn 4-1 fyrir Þór.

Þór 4 – 1 Völsungur
1-0 (´45) Sveinn Elías Jónsson
1-1 (´49) Hrannar Steingrímsson
2-1 (´55) Orri Freyr Hjaltalín
3-1 (´64) Sveinn Elías Jónsson
4-1 (´75) Orri Freyr Hjaltalín