Óhætt er að segja að Siglfirðingar hafi komið með áhugaverðar lausnir á ýmsum áskorunum sem mörg íslensk bæjarfélög standa frammi fyrir í dag. Fjölmörg þróunarverkefni eru í gangi á Siglufirði sem unnið hefur verið að á liðnum árum og eru þau að skila sér í verðmætum og atvinnutækifærum í þessu norðlenska nýsköpunarsamfélagi. Kaffi Rauðka, Hannes Boy, Hafbor, Siglufjarðar-Seigur, Genís og Primex eru allt verkefni, sem rekja má til nýsköpunar á Siglufirði. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur komið að þessum verkefnum með einum eða öðrum hætti, með ráðgjöf, handleiðslu og eftirfylgni.

Forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Þorsteinn Ingi Sigfússon, ásamt fríðu föruneyti sótti nýsköpunarsamfélagið Siglufjörð heim á dögunum. Frumkvöðlar og forsvarsmenn fimm siglfirskra nýsköpunarfyrirtækja tóku á móti gestunum með áhugaverðum kynningum á starfsemi sinni í bland við söguskoðun, rannsóknarýni og frásagnir af þróunarvinnu og framtíðarsýn.

hopurinnvidhafborinn
Heimild: www.nmi.is