Undirritaður skrapp til Ólafsfjarðar í dag ásamt eiginkonu og börnum. Það var bræla yfir bænum en milt veður og létti til uppúr hádeginu. Það mátti sjá gleði og einbeitingu á fótboltakrökkunum sem tóku þátt á mótinu. Spilað var á 7 völlum og æfingasvæðin vel nýtt allt í kring.

Það var líka með rólegasta móti á Siglufirði í dag og mátti skilja að einhver stórhátíð væri hinu megin við göngin !