Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF) og VÍS hafa skrifað undir samstarfssamning til eins árs í tengslum við Nikulásarmótið í knattspyrnu. VÍS er aðalstyrktaraðili mótsins og ber mótið heitið Nikulásarmót VÍS. Með samstarfssamningnum vonast KF og VÍS til þess að mótið eflist frekar en búast má við yfir 300 keppendnum á mótið í sumar.
Nikulásarmótið hefur verið haldið í Ólafsfirði í yfir 20 ár. Undanfarin ár hefur mótið farið fram í júlí og staðið yfir í tvo daga en í ár verður breyting þar á. Mótið verður dagsmót sem fram fer laugardaginn 14. júní þar sem stúlkur og drengir í 6.-8.flokki munu reyna með sér í knattspyrnu.
„VÍS er stolt af stuðningi sínum við mótið. Erum við ánægð með að geta lagt yngstu iðkendunum í knattspyrnu lið með aðkomu okkar og hvetja þannig til og stuðla að heilbrigðu líferni,“ segir Auður Björk Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri hjá VÍS.
Að sögn Óskar Þórðarsonar, mótsstjóra Nikulásarmóts VÍS, er KF gríðarlega ánægt með að vera í samstarfi við jafn öflugt fyrirtæki og VÍS í tengslum við Nikulásarmótið.

nikulas