Nemendur 10. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar fóru með sigur af hólmi í Fjármálaleikunum, landskeppni grunnskólanna í fjármálalæsi, þar sem vel á annað þúsund grunnskólanemendur keppa allt land. Skólinn mun senda tvo fulltrúa til að keppa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppninni í fjármálalæsi í Brussel í maí.
Í gær komu Ingi Steinar, María Petra og Tinna fyrir hönd fjármálafyrirtækja og veittu nemendum verðlaunin sem eru farandbikar og 200.000 kr. peningaverðlaun.
Fjármálaleikarnir er spurningakeppni í fjármálalæsi og snúast spurningarnar m.a. um að geta reiknað vexti á lán og sparnað, að vita um hvað tryggingar snúast, þekkja réttindi og skyldur á vinnumarkaði, átta sig á lífeyrissparnaði og kunna ýmislegt um t.d. gengissveiflur og verðlagsþróun.
Frábær árangur hjá 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar.