Nótan 2023 var haldin í Hörpunni í Reykjavík um liðna helgi en það er uppskeruhátíð tónlistarskólanna. Fyrir hönd Tónlistarskólans á Tröllaskaga fóru þær Lea Dalstein Ingimarsdóttir, Steinunn Sóllilja Dagsdóttir, Írena Rut Jónsdóttir og Sóley Inga Sigurðardóttir.

Stúlkurnar fluttu lagið Sweet Dreams (Are made of This) og er lagið eftir Eurythmics með Annie Lennox og Dave Stewart í farabroddi .

Atriðið var sungið án undirleiks og var virkileg vel sungið og góð útsetning eftir Mathias Julien Spoerry söngkennara skólans, Deke Sharon og Anne Raugh.