Krakkarnir í 9. bekk í Dalvíkurskóla fóru í vikunni að tína upp rusl austur á sand en fyrirtækið Sæplast á Dalvík styrkti verkefnið með 100.000 kr. framlagi í ferðasjóð ungmennanna.

Hefð er fyrir því að 9. bekkur í Dalvíkurskóla sjái um ruslahreinsun á sandinum. Sandurinn var genginn austur að árósum og til baka aftur, bæði fjaran sjálf, melarnir og vegurinn fyrir ofan, alla leið að gámasvæðinu. Allt sýnilegt rusl var tekið og fyllti það pallbíl Sæplasts.