Á Hólum í Hjaltadal í sumar voru á ferðinni nemar í Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Á hverju ári kemur nýr hópur af nemum í Landgræðsluskólann og eru þeir jafnan frá fátækum löndum í Afríku og Asíu þar sem glímt er við landhnignun og landeyðingu. Í ár eru nemarnir 10, fimm konur og fimm karlar, frá Kirgistan, Mongólíu, Úganda, Níger, Eþíópíu, Namibíu og Gana. Nemarnir dvelja á Íslandi í 6 mánuði og á þeim tíma læra þeir m.a. um landhnignun, ferli og orsakir hennar, og hvernig hægt er að endurheimta landgæði með landgræðsluaðgerðum. Námið felst í námskeiðahaldi, verklegri kennslu og æfingum, auk skoðunarferða.
Hópurinn var á ferðalagi um Norðurland vestra þar sem hann fékk m.a. yfirsýn yfir þau vandamál sem Íslendingar þurfa að takast á við og þau verkefni sem unnin eru í landverndarmálum hér á landi.Tilgangur heimsóknarinnar að Hólum var að kynnast starfsemi Hólaskóla og sögu staðarins.
Á myndinni eru:Nemarnir, Bjarni Maronsson, héraðsfulltrúi Landgræðslunnar og Hólarektor og Erla Björk Örnólfsdóttir.
Mynd og heimild: https://sites.google.com/a/mail.holar.is/frettir/