Snjókarlinn Frosti á Ráðhústorgi hefur tekið gleði sína á ný því nefið hans, sem hvarf á dögunum, er fundið. Ekki nóg með það því annað nef sem hvarf af honum fyrr í vikunni fannst einnig og hafði því verið dröslað til Dalvíkur. Árvökull íbúi í miðbænum á Akureyri fann nýja nefið á bílaplani fyrir utan íbúð sína, kippti því inn í forstofu og hafði samband við Akureyrarstofu þegar hann sá lýst eftir nefinu á vefmiðlum.
Þeim sem hafa lagt vinnu í að búa til snjókarlinn Frosta finnst afar hvimleitt að hann fái ekki að vera í friði. Frosti fær nef í andlitið eftir helgina og er fólk vinsamlegast beðið að sýna ofurlítinn þroska og sjá það í framvegis í friði.