Fréttamaður Héðinsfjarðar.is fór með fjölskylduna á Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði í síðustu viku, og kom mjög á óvart hversu veglegt safnið. Mjög gaman er að fara þarna með börn og er aðgangseyrir aðeins 500 kr.

Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar er fyrst og fremst fuglasafn og þykir mjög gott sem slíkt. Safnið býr yfir allflestum fuglategundum landsins, en einnig er þar að finna eggjasafn, vísi að plöntusafni, ísbjörn sem skotinn var á Grímseyjarsundi, refi í greni, geithafur, krabba og fleira. Náttúrugripasafni Ólafsfjarðar var komið upp árið 1993 og hefur vaxið stöðugt síðan. Ari Albertsson fuglaáhugamaður stoppaði upp megnið af fuglum safnsins og sá um uppsetningu þess.

Frá og með 1. júlí 2014 verður opnunartími Náttúrugripasafnsins í Ólafsfirði  frá kl. 10:00 – 14:00 alla daga nema mánudaga. Safnið stendur við Aðalgötu 14, á 3. hæð í húsi Arion banka.