Eftirfarandi námskeið verða haldin í Menningar og listasmiðjunni á Húsabakka ef næg þátttaka fæst.
- Orkera mánudagskv. 27. febrúar, leiðbeinandi Hildur Marinósdóttir, námskeiðsgjald kr. 6.500 (efni innifalið) skráning í síma 4661505 fyrir 24.feb. Hjartanámskeið, leiðbeinandi Heiða Símonardóttir skráning hjá Heiðu í síma 4661060.
- Prjónanámskeið, leiðbeinandi Jóhanna Skaftadóttir.
- Körfugerðanámskeið, tvö kvöld í mars 6 klst. leiðbeinandi Ingibjörg Kristinsdóttir.
- Silfurleir, helgarnámskeið í apríl leiðbeinandi Vífill Valgarðsson.
- Gömlum flíkum gefið nýtt líf, breyta – sníða – víkka – þrengja – síkka – stytta leiðbeinandi Ingibjörg Kristinsdóttir.
Skráning á námskeiðin og nánari upplýsingar í síma 8684932 (Lilla) í síðasta lagi 29. febrúar n.k.