Það verður eflaust barist um hvern einasta bolta á morgun þegar að nágrannaliðin á Tröllaskaga mætast, Dalvík/Reynir tekur á móti KF á Dalvíkurvelli klukkan19:00. Fyrir leikinn er Dalvík í 5. sæti með 23 stig en KF í því 8 með 20 stig og getur því náð Dalvík að stigum með sigri. KF hafa unnið 5 leiki og gert 5 jafntefli og tapað 4 fyrir þennan leik en Dalvík/Reynir hafa unnið 7 leiki, gert 2 jafntelfi og tapað 5 leikjum.

Allir á leikinn á morgun.