Dagana 3.-6. júlí 2013 verður hið árlega N1-fótboltamót KA í 5. flokki drengja í knattspyrnu haldið á KA-svæðinu á Akureyri. Um er að ræða stærsta knattspyrnumót ársins og von er á um 150-160 liðum sem taka þátt og leika á tólf völlum á KA svæðinu. Alls verða um 1.400 drengir í 5. flokki sem leika og fararstjórar eru um 150 talsins.
- Mótið hefst um miðjan dag miðvikudaginn 3. júlí og lýkur með verðlaunaafhendingu og mótsslitum laugardaginn 6. júlí.
- Úrslitaleikir fara fram seinnipart laugardags og að þeim loknum verður lokahófið haldið um kl. 18.
- Gist verður í skólum á nágrenni KA-vallar, þátttakendur þurfa að taka með sér dýnur og svefnpoka.
- Þátttökugjald er kr. 16.000 fyrir hvern einstakling. Sama þátttökugjald er fyrir leikmenn, þjálfara og fararstjóra. Innifalið í þátttökugjaldi er m.a. mótsgjald, gisting, morgunmatur, hádegisverður, kvöldmatur, sund o.fl.
- Spilað verður í A, B, C, D, E og hugsanlega F- liðum.
- Skrái félag 3 lið eða fleiri í N1-mótið skal eitt lið vera skráð sem A-lið.
- Skrái félag 8 lið eða fleiri í N1-mótið skulu tvö lið vera skráð sem A-lið.
- Leiktími er 2 x 15 mínútur.
- Verðlaunapeningar verða veittir fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki og veglegur farandbikar til sigurliðs hvers flokks, aukaverðlaun verða veitt fyrir háttvísi og framkomu, síðan er N1-styttan veitt til þess félags sem bestum samnlögðum árangri nær ásamt ýmsum aukaverðlaunum til leikmanna.
- N1 gefur hverjum þátttakanda góða gjöf.