Myndlistarsýning – Ljóð á mynd
Myndlistarsýningin Ljóð á mynd hefur verið opnuð í Ljóðasetrinu á Siglufirði. Um er að ræða teikningar eftir listamanninn Marsibil Kristjánsdóttur frá Þingeyri en myndirnar vann hún út frá ljóðum vestfirskra skálda. Um er að ræða sölusýningu og verður hún á setrinu fram eftir sumri.