Jón Ingiberg Jónsteinsson myndlistamaður og grafískur hönnuður hefur sent Fjallabyggð erindi vegna hugmyndar hans að stóru listaverki á gafl Ráðhúss Fjallabyggðar. Hann kallar listaverkið Síldarstúlkan. Hann byrjaði að vinna að verkinu árið 2018 og hafði strax áhuga á að koma því á Ráðhús Fjallabyggðar á Siglufirði. Foreldrar hans eru bæði frá Siglufirði, en þau eru Þóranna Jósafatsdóttir og Jónsteinn Jónsson. Verkið er til minningar um síldarstúlkuna. Verkið yrði úr málmi og um 5 x 6 metrar á stærð.
Bæjarráð Fjallabyggðar tók málið fyrir á fundi, en sveitarfélagið er ekki fært að koma að verkefni á þessum tímapunkti þar sem ekki er gert ráð fyrir slíku verki í gildandi áætlun.
Eins og myndin sýnir er þetta fallegt verk hjá Jóni og vonandi kemst þetta upp í framtíðinni á góðum stað.