Sápuboltamótið í Ólafsfirði hefur vaxið í vinsældum frá því mótið var fyrst haldið er nú árleg skemmtun fyrir fjölda gesta og heimamanna.  Mótið setur mikinn svip á bæinn og er margt um manninn á tjaldsvæðum sveitarfélagsins.

Mótinu lauk í gær með úrslitaleik og kvöldskemmtun við Tjarnarborg og loks balli. Eins og áður er mikið lagt uppúr búningum og stemningu. Keppt var á sex völlum á æfingasvæði KF við Vallarhúsið.

Guðmundur Ingi Bjarnason tók þessar myndir sem eru birtar með fréttinni.