Byggingafélagið Berg á Siglufirði er þessa dagana að smíða nýjan golfskála fyrir nýja golfvöllinn á Siglufirði. Verkið gengur vel og er skálinn mjög vel staðsettur fyrir neðan skógræktina á Siglufirði. Áætlað er að skálinn verði tekinn í notkun um miðjan júlí.