Ragnar Magnússon ljósmyndari frá Héðinsfjörður.is var á ferðinni í síðustu viku og tók myndir af framkvæmdum vegna snjóflóðavarna við Ólafsfjarðarveg.
Gerðir verða þrír svokallaðir snjóflóðaskápar ofan við veginn og sett upp stálþil framan við skápana. Verður þetta gert í þremur giljum þar sem snjóflóð eru mjög algeng. Tvö þilin verða 40 m löng en það þriðja 50 metrar. Skápurinn verður grafinn og sprengdur inn í gilið aftan við skápinn og verður efnið notað í breikkun og lagfæringar á vegkanti á um 0,9 km löngum kafla á framkvæmdasvæðinu.