Lifandi hagamús fannst undir skrifborði stærðfræðikennara í Menntaskólanum á Tröllaskaga í vikunni.  Samkennari við skólann fékk það verkefni að bera músina út úr húsi.  Ljóst var af ummerkjum að hún hafði dvalið þarna um hríð.

Ákveðið var að sleppa músinni á lóð skólans og gefa henni færi á að spjara sig í náttúrulegu umhverfi.

Hagamús í MTR Mynd frá www.mtr.is (GK).

Fleiri myndir má sjá hér.