Menntaskólinn á Tröllaskaga auglýsir eftirfarandi starf:

  • Kennara til að kenna listljósmyndun í 25% starf.
Umsækjendur þurfa að hafa háskólapróf í listljósmyndun (BFA) eða iðnpróf í ljósmyndun og kennsluréttindi á framhaldsskólastigi.
Laun greiðast samkvæmt stofnanasamningi skólans.
Leitað er að starfsmönnum sem hafa frumkvæði, eru sjálfstæðir í vinnubrögðum og vilja taka þátt í uppbyggingu náms með dreifnámssniði og í samræmi við ný lög um framhaldsskóla (nr. 92/2008). Eftirsóknarvert er ef umsækjendur hafa menntun, þekkingu og reynslu sem nýtist skólanum umfram það starf sem er auglýst.
Einkunnarorð Menntaskólans á Tröllaskaga eru „Frumkvæði, sköpun og áræði“. Við leggjum áherslu á gott samstarf við samfélagið og umhverfi skólans. Boðið er upp á öflugt faglegt nám til stúdentsprófs og framhaldsskólaprófs í náttúruvísindum, félags- og hugvísindum, starfsbraut, íþróttum og útivist, listabraut með þremur sérsviðum; myndlist og listljósmyndun ásamt tónlist í samstarfi við Tónlistarskóla Fjallabyggðar. Skólinn leggur áherslu á fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir, virka notkun kennslukerfis (Moodle) og margs konar námsmat með sérstakri áherslu á leiðsagnarmat.
Auglýsingin gildir í 6 mánuði.
Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast Láru Stefánsdóttur skólameistara í netfangið lara@mtr.is. Einnig er hægt að senda umsóknir í pósti: Menntaskólinn á Tröllaskaga, v/Ægisgötu, 625 Ólafsfjörður.
Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 25. ágúst 2012.
Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir skólameistari í netfanginu lara@mtr.is sími 460-4240.
Skólameistari