Mikill fjöldi covid tilfella hafa gengið yfir leikskólann Krummakot í Eyjafjarðarsveit í vikunni og liðinni viku. Í upphafi vikunnar voru 11 starfsmenn fjarverandi vegna faraldursins og fjöldi barna. Starfsmenn skólans hafa gert sitt besta við að halda starfseminni gangandi og hafa fengið mjög góða aðstoð frá foreldrum sem létt hafa á starfseminni með því að draga úr veru barna sinna á leikskólanum meðan ástandið gengur yfir.

Skólinn hefur fjórar deildir og eru um 60-70 börn þar að meðaltali og um 23 starfsmenn.

Starfsemi leikskólans verður töluvert skert í þessari viku vegna manneklu.
Finnur Yngvi sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar hefur sent starfsmönnum og foreldrum sérstakar þakkir í pistli á vef sveitarfélagsins.