Skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar hefur farið yfir starfsmannamál leikskólans með Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar á síðasta fundi nefndarinnar. Erfiðlega hefur gengið að ráða í lausar stöður í Leikskóla Fjallabyggðar og tilfallandi afleysingar.

Ljóst er að mikilvægt er að skoða með hvaða hætti hægt er að bregðast við stöðunni.