Pan Orama kom til Siglufjarðar með 49 farþega á fimmtudaginn í sinni fyrstu heimsókn til fjarðarins. Áætlað er að skipi komi alls 16 sinnum í sumar og fram í september. Skipið siglir undir grísku flaggi og er með 16-18 manna áhöfn og 24 herbergi fyrir farþega. Skipið stoppaði í sólarhring á Siglufirði en upphaflega var áætlað að stoppa 4 tíma. Pan Orama var byggt árið 1993 og endurbyggt árið 2001. Skipið hefur oft farið yfir Atlantshafið, Svartahafið og heimsótt lönd eins og Túnis og Króatíu.

Pan Orama sigldi svo til Akureyrar og tók ferðin um 4 tíma, en þar var stoppað í rúman sólahring. Skipið fer í 8 daga ferðir um Ísland, stoppar meðal annars á Húsavík, Akureyri, Ísafirði, Patreksfirði, Akranesi, Vestmannaeyjum og Reykjavík. Ferðin kostar frá 285.000 kr.- 390.000 kr. eftir því hvaða herbergi þú pantar. Skipið kemur næst til Siglufjarðar 18. júní.