Í smíðum er minnisvarði um þátt kvenna í íslensku atvinnu og efnahagslífi á síðustu öld. Höfundur listaverksins er Arthur Ragnarsson myndlistarmaður og smíðin fer fram á SR vélaverkstæði á Siglufirði eftir frummyndum og í umsjá listamanns. Í samráði við Síldarminjasafn Íslands er ætlunin að listaverkið verði staðsett á bryggjuplani sem reist verður í sjó við safnið í sumar.

Skúlptúrinn er unninn í Corténstál og myndar þrjár kvennfígúrur sem standa við fimm síldartunnur. Form verksins eru skorin úr 6mm plötum og soðin saman. Stálið myndar síðan fína ryðhúð sem ver verkið og nánast stöðvar tæringu. Listaverkið er upplýst frá botni síldartunnanna og þegar rökkva fer glitrar gullin spegilmyndin í sjónum. Ríkisstjórn Íslands styrkir gerð minnisvarðans um 15 milljónir króna.

Í ár verða liðin 120 ár frá því að Norðmenn hófu síldarveiðar frá Siglufirði en síldarveiðar við Ísland hófust fyrir rúmum 150 árum. Þegar mest var á síldarárunum voru síldarstúlkurnar á Siglufirði um 1000 talsins og voru þær tilbúnar til að bjarga verðmætum dag og nótt, hvernig sem viðraði.

Þökkum SR vélaverkstæði fyrir myndirnar.

Myndir: SR vélaverkstæði
Myndir: SR vélaverkstæði
Myndir: SR vélaverkstæði
Myndir: SR vélaverkstæði
Myndir: SR vélaverkstæði
Myndir: SR vélaverkstæði