Vegagerðin greinir frá því að umferðin um nýliðna helgi reyndist 7,7 prósentum minni en um sömu helgi í fyrra á sex talningastöðum út frá höfuðborginni.
Austur fyrir fjall mælist samtals tæplega 9% samdráttur þar sem umferðin um Hellisheiði dregst saman um 11,6%. Norður fyrir fjall mælist samtals rúmlega 6% samdráttur þar sem umferðin um Hvalfjörðinn dregst saman um 5,7%, milli helga.