Þátttaka í Kvennahlaupinu á Siglufirði hefur heldur verið að dragast saman síðustu ár og einnig í þetta skiptið en hlaupið fór fram þann 8. júní. Í ár voru það um 60 konur sem tóku þátt, en undanfarin ár hafa þær verið um og yfir 80 talsins. Þessi fækkun virðist ekki bundin við Siglufjörð því töluvert minni heildar þátttaka varð á landinu öllu en síðustu ár.

1Myndir frá kvennahlaupinu á Akureyri.