Enn eykst afþreying á frábæru tjaldsvæði Fjallabyggðar í Ólafsfirði, en nú er búið að setja upp minigolf á svæðinu fyrir gesti. Tjaldsvæðið er vel staðsett og stutt í alla þjónustu, eins og líkamsrækt, sundlaug og matvöruverslun. Afþreying á svæðinu hefur verið að aukast mikið á þessu ári og einnig var nýtt aðstöðuhús tekið í notkun.

Velkomin til Fjallabyggðar.

 

Myndir koma tjaldverði Fjallabyggðar, Guðmundi Inga Bjarnasyni.